Skólareglur

Skólinn

Skólareglur

  • Fylgjum fyrirmælum alls starfsfólks.
  • Göngum frá eftir okkur.
  • Gerum okkar besta.
  • Verum stundvís.
  • Verum kurteis og tillitsöm.
  • Virðum eigur annarra.
  • Virðum rétt annarra (til dæmis er myndataka háð leyfi).
  • Gætum handa okkar og fóta.
  • Göngum inni.

Reglur um símanotkun

  • Nemendur í 1.–7. bekk sem eru með farsíma geyma þá í skólatöskum sínum og hafa slökkt á þeim á skólatíma.
  • Það sama á við um frímínútur og vettvangsferðir, þar sem um er að ræða hluta af skólatíma nemenda.
  • Viðurlög við brotum á farsímanotkun:
    • Umsjónarkennari tekur símann og nemandi fær hann í lok dags.
    • Kennari tekur símann og kemur til deildarstjóra og nemandi þarf að koma til hans og sækja símann eftir að skólatíma lýkur.
    • Deildarstjóri tekur símann og foreldrar þurfa að sækja símann í skólanum.
  • Nemendur í 8.–10. bekk geta gert símasamning við umsjónarkennarann sinn og fá þannig leyfi til að vera með símann á skólatíma en skila honum í geymslu kennara á meðan á kennslustund stendur. Annars gilda sömu reglur og hér að ofan.

Reglur um hjól, hlaupahjól og bifhjól

Reiðhjól og hlaupahjól

  • Nemendur mega mæta á hjóli eða hlaupahjóli í skólann.
  • Nemendur í 1. bekk verða að vera í fylgd fullorðins.
  • Æskilegt er að nemendur í 2.–4. bekk séu í fylgd eldri einstaklinga.
  • Nemendur eiga að vera með hjálm.
  • Skólinn ber ekki ábyrgð á hlaupahjólum nemenda.
  • Notkun reiðhjóla og hlaupahjóla er bönnuð á skólatíma, líka í frímínútum.
  • Hjólum skal leggja í hjólagrindur eða við grindverk og læsa.

Vespur

  • Nemendur, 13 ára og eldri, mega koma í skólann á léttu bifhjóli í flokki 1 (geta náð allt að 25 km/klst).
  • Nemendur, 15 ára eða eldri, sem hafa ökuréttindi á létt bifhjól í flokki 2 (vélknúnar skellinöðrur sem geta náð allt að 45 km/klst.) mega koma á þeim í skólann.
  • Notkun hjólanna er bönnuð á skólalóð og bannað að fara á þeim í íþrótta- og sundtíma.
  • Nemendur eiga að vera með hjálm.

Skólinn ber ekki ábyrgð á bifhjólum nemenda.